Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 30.09.2020

„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þetta frábæra framtak“

– segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, en viðskiptavinir VÍS hafa safnað sex milljónum króna sem fara í góð málefni.

Guðmundur Óskarsson, markaðsstjóri VÍS, ásamt Huldu Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Krafts.

Við hjá VÍS styðjum heimsmarkmið númer þrjú sem beinir kastljósinu sínu að heilsu og vellíðan. Við leggjum því sérstaka áherslu á öflugar forvarnir í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar, samfélaginu til heilla. Þess vegna hafa viðskiptavinir VÍS nú val um að styrkja góð málefni þegar þeir kaupa líf- og sjúkdómatryggingar á netinu. Valið stendur á milli þriggja góðgerðarfélaga: Krafts, Hjartaheilla og MS-félagsins.

Fyrir hverja milljón, sem viðskiptavinur velur í tryggingarfjárhæð, fara 1.000 krónur til góðgerðarfélagsins. Viðskiptavinir okkar hafa því val um að styrkja gott málefni, þeim að kostnaðarlausu. Styrkurinn kemur frá VÍS. Frá því samstarfið við góðgerðarfélögin hófst í lok mars hafa sex milljónir safnast til góðgerðarfélaganna. Upphæðin skiptist á eftirfarandi hátt. Kraftur: 3.000.000 kr., Hjartaheill: 1.900.000 kr. og MS félagið: 1.100.000 kr.

„Við erum ótrú­lega þakk­lát fyr­ir þetta frá­bæra fram­tak,“ seg­ir Hulda Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krafts, en viðskipta­vin­ir VÍS hafa safnað sex millj­ón­um króna sem fara í góð mál­efni.

„Þetta sam­starf kem­ur sér ótrú­lega vel á tím­um sem þess­um þar sem erfiðara er að afla styrkja fyr­ir fé­lagið en Kraft­ur er fé­lag sem er al­farið rekið fyr­ir vel­vild fólks og fyr­ir­tækja í land­inu. Við erum því ótrú­lega þakk­lát fyr­ir þetta frá­bæra fram­tak VÍS og þeim viðskipta­vin­um sem hingað til hafa valið að styrkja okk­ur við kaup á líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu,“ seg­ir Hulda. 

Á ári hverju ári greinast 70 ungir einstaklingar með krabbamein á aldrinum 18-40 ára ─ en árlega greinast um 1600 einstaklingar með krabbamein á Íslandi. Daglega deyr ein kona og einn karl úr hjarta- og æðasjúkdómum hér á landi. Á hverju ári greinast um 25 einstaklingar með MS sjúkdóminn og um 740 manns eru með sjúkdóminn á Íslandi. Ljóst er að þessir sjúkdómar hafa víðtæk áhrif í íslensku samfélagi.

„Við erum stolt af þessu fram­taki og erum þakk­lát fyr­ir hversu vel viðskipta­vin­ir okk­ar tóku þess­ari nýj­ung. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem trygg­inga­fé­lag styður við góðgerðarfé­lög með þess­um hætti. Við vit­um að það er gríðarlegt áfall að veikj­ast á lífs­leiðinni og þá er gott að vera vel tryggður og finna fyr­ir stuðningi ─ þessi öfl­ugu góðgerðarfé­lög veita hann svo sann­ar­lega,“ seg­ir Guðmund­ur Óskars­son, markaðsstjóri VÍS.


,