Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 23.01.2020

Þungur mánuður

Færðin hefur verið erfið á nýju ári.  Vindur, hálka og snjór hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Því miður hafa mörg alvarleg umferðarslys verið á nýju ári og í nýlegri samantekt á visir.is voru tilgreind 20 slys sem hafa átt sér stað á nýju ári.

Tilkynningar um slys og tjón berast oft ekki til tryggingarfélaga fyrr en nokkrum dögum eftir að þau áttu sér stað. Tugi tilkynninga um tjón á bílum berast VÍS á hverjum einasta degi og voru þau 80 þann dag þegar mest lét. Oft eru þetta tjón sem auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir með aðgát og varúð. Mikilvægt er að átta sig á stöðunni og taka enga áhættu.

Gerðu það sem þú getur til þess að koma í veg fyrir slys. Hugaðu að færð og veðri, tryggðu að dekkjabúnaður bílsins sé góður, stilltu hraðann miðað við aðstæður, notaðu öryggisbúnað og gættu að bilsins milli þín og næsta bíls.

Verum vakandi og pössum okkur í umferðinni.


,