Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 14.07.2020

Skoppandi um fjöll og firnindi

13 mikilvæg atriði fyrir fjallgönguna. Veist þú hver þau eru?

Það eru án efa ófáir einstaklingar sem eru búnir eða eiga eftir að fara um fjöll og firnindi í sumar. Það er sama hvort er hlaupandi eða gangandi þá hafa vinsældir ferðamátans sjaldan verið meiri. Fréttir af slysum á fólki á fjöllum hafa sem betur fer ekki verið margar undanfarið og viljum við að halda því þannig áfram. Við hvetjum þig til að gefa þér tíma til að kynna þér eftirfarandi 13 góð ráð fyrir gönguferðina.

  • Kynna sér staðhætti og ræða við staðkunnuga.
  • Skoða veður.
  • Láta vita af ferðum sínum.
  • Muna að fyrir hverja 100 metra hækkun má gera ráð fyrir að hiti lækki um 0,6°C.
  • Muna að vindkæling getur verið töluverð og eykst í bleytu.
  • Vera í góðum gönguskóm.
  • Vera í nokkrum lögum af fötum og með góða skel.
  • Hafa göngustafi, orkuríkt nesti og vökva meðferðis.
  • Hafa góðan ferðafélaga sér við hlið.
  • Hafa símann fullhlaðinn og auka rafhlöðu.
  • Nýta 112 appið og enn betra er að bæta gps og áttavita við.
  • Muna að stikaðar gönguleiðir eru öruggara val en óstikaðar.
  • Ef þoka skellur á og þú sérð ekki handa þinna skil láttu vita af þér, haltu kyrru fyrir, reyndu að halda á þér hita og alls ekki sofna.