Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |20.08.2020

Örugg á leiðinni í skólann

Höfum á tæru hvernig öryggi barna okkar er best tryggt á leið sinni til og frá skóla. Förum líka yfir það með þeim.

Haustin, þegar skólar hefjast á ný, hafa alltaf einhvern sjarma yfir sér. Krakkar skottast af stað með skólatösku, mörg hver full eftirvæntingar að hitta félagana eða taka sín fyrstu skref í nýjum skóla.

Umferðin er hluti af skólagöngu hvers og eins ─ sama hver ferðamátinn er. Slysin verða ekki aftur tekin en þau má fyrirbyggja. Því hvetjum við foreldra til að ræða umferðina við börnin og vera sjálf til fyrirmyndar.

 • Nota öruggustu leiðina sem er ekki endilega styst.
 • Virða alltaf umferðareglur en ekki bara þegar hentar.
 • Fara yfir götu á öruggan hátt.
 • Fara meðfram bílastæðum en ekki þvert yfir þau. 
 • Nota endurskin á tösku og yfirhafnir.
 • Vera meðvituð um truflunina sem heyrnartól og sími hafa.

 • Stilla hjálminn rétt.
 • Hafa fulla athygli við akstur.
 • Víkja fyrir gangandi.
 • Fara eftir umferðarreglum.
 • Tryggja sýnileika.
 • Tryggja að rafknúið farartæki fari ekki hraðar en hæfir aldri barns og aldrei meira en 25 km/klst.
 • Ekki fjölmenna á faratækinu.

 • Börn undir 12 ára aldri eru best varin í aftursæti.
 • Börn lægri en 150 cm mega ekki sitja í framsæti með virkan öryggispúða fyrir framan sig.
 • Börn eiga að nota viðeigandi öryggisbúnað ásamt bílbelti þar til þau hafa náð 36 kg þyngd eða að lágmarki 135 cm hæð eða eru orðin 10 til 12 ára.
 • Allir í bílnum eiga að vera í bílbelti.
 • Hafa fulla athygli við aksturinn og gefa sér rúman tíma til að fara á milli staða. 
 • Virða hámarkshraða.
 • Stoppa fyrir þeim sem ætla yfir gangbraut.
 • Gera ráð fyrir óvæntum ákvörðunum barna.
 • Ef skutlað er í skólann, hleypa barninu út á þar til gerðu stæði ef það er til staðar, annars gangstéttarmegin.