Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |03.12.2020

Jólasería VÍS

Má bjóða þér á tónleika heima í stofu?

Þetta ár er búið að vera skrýtið og desember verður líklega ekki alveg eins og við eigum að venjast. Það er því mikilvægt að halda í gleðina og passa upp á stemninguna heima í „jólakúlunni“.

Til að hjálpa til við það bjóðum við þér upp á Jólaseríu VÍS, sem er úrval glæsilegra tónleika í Sjónvarpi Símans. Í samstarfi við Sjónvarp Símans höfum við tekið saman sextán frábæra tónleika sem vonandi færa þér gleði yfir hátíðirnar.

Hvernig horfir þú á Jólaseríu VÍS?

Tónleikarnir eru allir í opinni dagskrá í boði VÍS og það eina sem þú þarft að gera til að njóta þeirra er að stilla á Sjónvarp Símans á réttum tíma. Það er því vissara að kynna sér dagskrána vel. Ef þú ert með áskrift hjá Sjónvarpi Símans getur þú svo nálgast tónleikana hvenær sem er í Sjónvarpi Símans Premium.

En við stoppum ekki hér, því við bjóðum upp á skemmtilega tónleika alveg inn í nýja árið.

  • 26. desember - Jólastuð Samma
  • 27. desember - Helgi Björns - Afmæli í Höllinni
  • 28. desember - Stefán Hilmars - 50
  • 29. desember - Todmobile ásamt Steve Hacket úr Genesis
  • 30. desember - Tímamótatónleikar Nýdönsk
  • 1. janúar - Ólafur Arnalds
  • 2. janúar - Happy Hour með Ragga Bjarna
  • 3. janúar - GusGus í Hörpu

Njótum þess að eiga góðar stundir með okkar fólki, pössum upp á hvert annað og jólaskapið, kertin, reykskynjarana og slökkvitækin.

Gleðilega hátíð!