Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 13.02.2020

G.RUN hlaut forvarnaverðlaun VÍS

Öryggismál og forvarnir voru til umræðu á Forvarnaráðstefnu VÍS sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Yfirskriftin var ,,Hvað brennur á þínu fyrirtæki? Ráðstefnan, sem var fyrst haldin árið 2010, hefur skapað sér sess sem einn fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi. Fjölmennt var á ráðstefnunni en yfir 300 manns hlýddu á erindi sérfræðinga og stjórnenda sem deildu reynslu sinni af forvörnum og öryggismálum.

Öryggismál og forvarnir voru til umræðu á Forvarnaráðstefnu VÍS sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Yfirskriftin var ,,Hvað brennur á þínu fyrirtæki? Ráðstefnan, sem var fyrst haldin árið 2010, hefur skapað sér sess sem einn fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi. Fjölmennt var á ráðstefnunni en yfir 300 manns hlýddu á erindi sérfræðinga og stjórnenda sem deildu reynslu sinni af forvörnum og öryggismálum.

Forvarnaverðlaun VÍS voru einnig afhent í dag en verðlaunin hlýtur það fyrirtæki sem þykir skara fram úr í öryggismálum og er öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd. Að þessu sinni hlaut sjávarútvegsfyrirtækið G.RUN forvarnaverðlaunin. G.RUN, sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki, sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á bolfiski. Í upphafi árs 2019 opnaði fyrirtækið nýja og vel útbúna fiskvinnslu þar sem öryggismálin voru sett í fyrsta sæti. Fiskvinnslan er ein sú tæknilegasta á landinu og er með eitt öflugasta brunavarnarkerfi sem völ er á. Að auki, er fiskvinnslan útbúin tæknilegum öryggis- og forvarnabúnaði. Aðbúnaður og öryggi starfsmanna er til mikillar fyrirmyndar og endurspeglar umhyggju fyrir starfsfólkinu.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. ,,Það er okkur mikill heiður að verðlauna viðskiptavini okkar sem standa sig framúrskarandi vel í öryggismálum. G. RUN á heiður skilið fyrir áherslur sínar á forvarnir og öryggismál og er svo sannarlega öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd.“