Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 29.12.2020

Gleðilegt ár

Megi nýja árið vera okkur öllum gott og heillaríkt.

Þá er þetta skrítna ár senn á enda. Vonandi kemur aukið frelsi á næsta ári til þess að hitta þá sem okkur langar. Frelsi til samskipta án þess að vera hræddur við að smitast af COVID-19. En umfram allt, förum inn í nýja árið með gleði og öryggi að leiðarljósi.

Förum varlega með flugeldana um áramótin. Munum að röng meðhöndlun þeirra getur verið dýrkeypt. Höldum áfram með þá góðu þróun að slysum um áramót fari fækkandi.

Njótum áramótanna og megi nýja árið færa okkur gleði og öryggi.


,