Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 03.09.2020

Ferskir vindar um nýjan vef

Við erum stolt af nýjum og endurbættum vef VÍS. Nýir ferskir vindar hafa farið um vefinn og við erum ánægð með útkomuna.

Nú styður vefurinn betur við þær stafrænu þjónustuleiðir sem eru í boði hjá okkur. Stærsta þjónustuskrifstofan okkar er nefnilega á netinu og er opin allan sólarhringinn. Nýi vefurinn okkar er einnig í takt við nýja ásýnd okkar.

Við höfum einnig lagt okkur fram um að fækka flækjunum með því að útskýra vöruframboð okkar með einföldum hætti, t.d. með því að útskýra hvað sé bætt og hvað ekki.

Við munum halda áfram að þróa og endurbæta vefinn okkar. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða ábendingar, ekki hika við að hafa samband við okkur.


,