Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 07.07.2020

Farið að heiman

Átta hlutir til að hafa í huga þegar farið er að heiman í sumar, hvort sem það er í bústað, útilegu eða hringferð um landið.

Margir eru að gera og græja þessa dagana þar sem þeir ætla að bregða sér að heiman í fríinu. Klikkum ekki á að skilja þannig við heimilið að sem mestar líkur séu á að það sé eins og við skildum við það þegar við komum heim á ný.

  • Tökum raftæki úr sambandi og slökkvum á fjöltengjum.
  • Skrúfum fyrir vatn að vatnstengdum vélum.
  • Biðjum einhvern um að taka póstinn og slá jafnvel grasið ef á að vera lengi í burtu.
  • Höfum ljós logandi á mismunandi stöðum en margar lausnir eru til að tímastilla ljós.
  • Látum verðmæti innandyra ekki sjást utan frá.
  • Geymum ekki sláttuvél, hjól eða önnur verðmæti utan dyra.
  • Lokum gluggum og krækjum þá aftur.
  • Læsum útidyrum og látum öryggiskerfi vakta húsið.

Gleymum svo ekki að segja nágrannanum frá því að við séum að fara. Ökum síðan með gát og pössum uppá að hafa verðmæti eins og síma og tölvu ekki sýnileg inni í bílnum á ferðalaginu.