Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 24.10.2019

VÍS í fararbroddi í styttingu vinnuvikunnar

VÍS hefur ákveðið að ríða á vaðið og stytta vinnuvikuna frá og með 1. nóvember næstkomandi.

Samið var í síðustu kjarasamningnum VR um styttingu vinnutíma frá 1. janúar 2020 um 9 mínútur á dag án skerðingar launa. Í samráði við starfsmenn var ákveðið að stytta vinnutímann á föstudögum um 45 mínútur. Samhliða verður gerð breyting á þjónustutíma VÍS á föstudögum sem verður framvegis til kl. 15.30 en stærsta þjónustuskrifstofan, Mitt VÍS, er sem fyrr opin allan sólarhringinn á netinu. Þar er hægt að tilkynna öll tjón, fá tilboð í tryggingar og nálgast öll helstu yfirlit.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS

„VÍS er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og þróast í starfi. Mikilvægur þáttur í  góðu vinnuumhverfi er að skapa jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Við höfum nú tekið mikilvægt skref í þá átt með því að stytta vinnuvikuna strax um næstu mánaðarmót. Við erum sannfærð um að þetta góða framtak aðila á vinnumarkaði geri vinnustaðinn okkar enn fjölskylduvænni. Við erum stolt af því stíga skrefið núna enda ekki eftir neinu að bíða.“