Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 16.05.2019

Vespur og tryggingar

Notkun á vespum hefur færst í vöxt síðustu ár og þá ekki síst á vespum sem flokkaðar eru sem Létt bifhjól í flokki I og komast ekki hraðar en 25 km. á klst.

Þessar vespur eru hvorki tryggingaskyldar né skráningarskyldar og því þurfa eigendur að huga vel að tryggingum á þessum tækjum áður en haldið er út í umferðina. Hjá VÍS eru slysatryggingar, ábyrgðatryggingar (tjón sem þú getur valdið öðrum) og tjón á vespunni sjálfri innifaldar í öllum F plús tryggingum.

Hafa ber í huga:

  • Trygging gildir aðeins fyrir þá sem falla undir F plús trygginguna, ekki farþega eða aðra sem fá vespuna lánaða. Vert er að nefna að ekki er leyfilegt að vera með farþega nema ökumaður hafi náð 20 ára aldri og að vespan sé gerð fyrir farþega.
  • Ef átt er við búnað sem takmarkar hraða við 25 km. á klst., fer vespan úr flokknum Létt bifhjól í flokki I og upp í flokk II, fellur trygging í F plús niður.
  • Við hvetjum foreldra, forráðamenn og ungmenni sem hafa hug á kaupum á vespum að kynna sér reglur sem gilda um Létt bifhjól í flokki I á vef Samgöngustofu.