Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 26.03.2019

Óskar Hrafn nýr samskiptastjóri VÍS

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri VÍS. Óskar tekur við af Andra Ólafssyni sem hverfur til starfa á öðrum vettvangi.

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri VÍS. Óskar tekur við af Andra Ólafssyni sem hverfur til starfa á öðrum vettvangi.

Óskar Hrafn hefur áralanga reynslu af fjölmiðlum, var meðal annars fréttastjóri á Stöð2, Vísi.is og DV.  Hann var um tíma yfirmaður Stöðvar 2 Sport en hefur að mestu unnið sjálfstætt sem ráðgjafi undanfarin misseri.

Hjá VÍS mun Óskar Hrafn stýra miðlun upplýsinga til fjölmiðla og markaðsaðila. Til viðbótar mun hann bera ábyrgð á mótun ófjárhagslegrar upplýsingagjafar og samfélagsábyrgð félagsins. 

Hann mun hefja störf í byrjun apríl.

 


,