Þó svo að tími sumardekkja sé kominn fyrir nokkru eru enn margir á nöglum. Búast má við að a.m.k. helmingur ökumanna séu búnir eða eigi eftir að skipta um dekk á bílum sínum ef miðað er við hlutfall þeirra sem voru á negldum dekkjum í síðustu könnun VÍS á stöðu dekkja á tjónabílum í febrúar.

Þeir sem ætla að vera áfram á þeim dekkjum sem ekið var á í vetur þurfa að skoða ástand þeirra. Tryggja að mynstur sé gott, hreinsa af þeim tjöru og tryggja að loftþrýstingur sé réttur en svo var einungis í 47% tilvika í síðustu könnun.

Góð dekk í sumar stuðla að:

  • Styttir hemlunarvegalengd
  • Meiri stöðuleika
  • Minni líkum á að bíll fljóti upp í bleytu
  • Minni eyðslu

Akstur á góðum dekkjum minnkar líkur á slysum en það gerir líka góður akstur ökumanns. Þar skipta þættir eins og hraði, athygli og bil yfir í næsta bíl máli.