Með notkun endurskins sést viðkomandi allt að fimm sinnum fyrr. Kannanir okkar sýna að það er gætt vel að því að þeir yngstu séu með endurskin en eftir því sem fólk er eldra eru minni líkur á að það sé til staðar. Ekki láta þitt eftir liggja og tryggðu sýnileika þinn og þinna.

Endurskin er víða hægt að fá og í öllum mögulegum útfærslum t.d. hangandi, límt, saumað, spreyjað, vesti eða partur af fatnaði þegar hann er keyptur. Hjá okkur getur þú nálgast hangandi endurskin og t.d. hjá Heimkaup eru til frábærir bakpokar sem eru nær allir út endurskini líkt og má sjá á myndum og fá okkar viðskiptavinir 20% afslátt á þeim.