Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 24.04.2019

Breytingar á útleigu barnabílstóla hjá VÍS

Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum. Undanfarin 25 ár höfum við hjá VÍS hjálpað við að gæta öryggis barna í umferðinni með útleigu á öruggum barnabílstólum.

Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum. Undanfarin 25 ár höfum við hjá VÍS hjálpað við að gæta öryggis barna í umferðinni með útleigu á öruggum barnabílstólum. Þörfin var mikil þegar við hófum þessa vegferð enda sýndu kannanir á þeim tíma að yfir 30% barna voru laus í bílum og aðgengi að vönduðum og öruggum barnabílstólum lítið.  Í dag heyrir það til undantekninga að börn séu ekki í bílstólum og úrvalið af öruggum stólum hefur aldrei verið betra.  Við teljum að nú sé tímabært að beina kröftum okkar að öðrum forvarnar- og öryggisverkefnum þar sem þörfin er meiri.

Þess vegna mun VÍS frá deginum í dag hætta útleigu á barnabílstólum. Ef viðskiptavinir eru með barnabílstól á leigu geta þeir haldið áfram að leigja hann en ekki skipt honum út fyrir nýjan stól. Þegar stóllinn verður óþarfur er hægt að skila honum til barnabilstolar.is Síðumúla 27a. Þar er einnig gengið frá lokum leigusamnings.

Fyrir þá sem þurfa nýjan barnabílstól bendum við á fríðindasíðu okkar en þar eru upplýsingar um þá aðila sem veita viðskiptavinum VÍS afslátt af barnabílstólum og öðrum forvarna- og öryggisvörum.