Hoppa yfir valmynd

Öryggismál - erum við að ná árangri?

Hilton Reykjavík Nordica 7. febrúar kl. 13-16

Forvarna­ráð­stefna VÍS 2018

Forvarnaráðstefna VÍSunderlineer haldin árlega og býður VÍS viðskiptavinum og sérfræðingum í forvörnum fyrirtækja til hennar. Fjallað er um öryggismál og forvarnir fyrirtækja og stofnana frá öllum hliðum. Vel valdir sérfræðingar og stjórnendur á þessu sviði deila reynslu sinni með ráðstefnugestum. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 2010 og hefur skapað sér sess sem fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi. 

Síminn hlaut forvarna­verð­laun VÍS 2018

  • Síminn hlaut í dag forvarnarverðlaun VÍS sem veitt voru við hátíðlega athöfn á forvarnaráðstefnu VÍS sem haldin var á Hilton Nordica hótelinu. Þetta er í níunda sinn sem VÍS verðlaunar fyrirtæki fyrir góða frammistöðu í baráttunni gegn vinnuslysum.
  • Að mati dómnefndar er Síminn fyrirmyndarfyrirtæki í forvörnum og öryggismálum. Sem dæmi um það starfar Síminn samkvæmt vottuðu öryggisstjórnunarkerfi. Til að viðhalda öflugri öryggisvitund og öryggismenningu heldur fyrirtækið meðal annars reglubundnar vitundarvakningarkynningar fyrir alla starfsmenn.
Síminn hlaut forvarnaverðlaun VÍS 2018

Endur­vinnslan fékk viður­kenn­ingu fyrir árangur í örygg­is­málum

  • Endurvinnslan er endurvinnslufyrirtæki á drykkjarvöruumbúðum sem leitast við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni með því að starfa eftir ISO 14001 umhverfisstaðlinum.
  • Öryggismál starfsmanna eru samtvinnuð við gæða- og umhverfismál sem eðlilegur hlut af daglegri starfsemi fyrirtækisins.
Endurvinnslan fékk viðurkenningu fyrir árangur í öryggismálum

Reykjalundur fékk viður­kenn­ingu fyrir árangur í örygg­is­málum

  • Reykjalundur er heilbrigðisstofnun sem sérhæfir sig í alhliða endurhæfingu en um 1100 skjólstæðingar fá þar meðferð á ári.
  • Á vinnustaðnum er öryggi sjúklinga og starfsmanna í fyrirrúmi.
  • Reykjalundur leggur mikla áherslu á að starfsánægja og starfsumhverfi sé eins og best verður á kosið.
Reykjalundur fékk viðurkenningu fyrir árangur í öryggismálum

Dagskrá

13:00

Setning ráðstefnu

Helgi Bjarnason

Forstjóri VÍS

13:10

Hagsveiflur og vinnuslys

Kristinn Tómasson

Yfirlæknir Vinnueftirlitsins

13:30

Hverjir eru bestu mælikvarðarnir í öryggismálum?

Gísli Nils Einarsson

Sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja hjá VÍS

13:55

Hvernig geta hagsmunasamtök beitt sér í öryggismálum?

J. Snæfríður Einarsdóttir

Formaður öryggishóps Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

14:15

Forvarnaverðlaun VÍS

14:30

Kaffihlé

14:50

Hvað hefur áunnist og hvert stefnum við í öryggismálum?

Halldór Halldórsson

Öryggisstjóri hjá Landsneti

15:15

Myndrænar vinnulýsingar, meira öryggi

Ágústa Ýr Sveinsdóttir

Öryggis- og framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum

15:35

Atvinnulífið axlar ábyrgð

Halldór Benjamín Þorbergsson

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

16:00

Ráðstefnulok

Fundarstjóri

Þóra Birna Ásgeirsdóttir

Framkvæmdastjóri mannauðs- og umbóta hjá Elkem Ísland

Hagsveiflur og vinnu­slys

Kristinn Tómasson

Kristinn Tómasson yfirlæknir og sviðstjóri hjá Vinnueftirlit ríkisins. Kristinn er geð- og embættislæknir að mennt.

Hagsveiflur og vinnuslys

Hverjir eru bestu mæli­kvarð­arnir í örygg­is­málum?

Gísli Níls Einarsson

Gísli er sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja hjá VÍS. Gísli er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, með BS í hjúkrunarfræði og MS í lýðheilsu og stjórnun heilbrigðisþjónustu.

Hverjir eru bestu mælikvarðarnir í öryggismálum?

Hvernig geta hags­muna­samtök beitt sér í örygg­is­málum?

J. Snæfríður Einarsdóttir

Snæfríður er formaður öryggishóps Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Snæfríður er öryggisstjóri HB Granda. Er vélfræðingur að mennt með sveinspróf í vélvirkjun, BA próf í sálfræði og MS í stjórnun og stefnumótun.

Hvernig geta hagsmunasamtök beitt sér í öryggismálum?

Hvað hefur áunnist og hvert stefnum við í örygg­is­málum?

Halldór Halldórsson

Halldór er öryggisstjóri hjá Landsneti. Halldór er rafvirki að mennt, vottaður alþjóðlegur verkefnastjóri, með diplóma í rekstrar- og viðskiptafræði.

Hvað hefur áunnist og hvert stefnum við í öryggismálum?

Mynd­rænar verk­lýs­ingar - meira öryggi

Ágústa Ýr Sveinsdóttir

Ágústa Ýr Sveinsdóttir er öryggis- og framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Ágústa Ýr er rafvirki að mennt.

Myndrænar verklýsingar - meira öryggi

Atvinnu­lífið axlar ábyrgð

Halldór Benjamín Þorbergsson

Halldór er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór er hagfræðingur að mennt og hefur lokið MBA gráðu.

Atvinnulífið axlar ábyrgð