Stjórn VÍS
Auður Daníelsdóttir
Stjórnarformaður
Menntun: Cand.oecon gráða í viðskiptafræði og diplóma í starfsmannastjórnun frá Háskóla Íslands. Auk þess er hún með AMP gráðu frá IESE í Barselóna.
Aðalstarf: Forstjóri Orkunnar IS
Starfsreynsla: Starfaði hjá Sjóvá frá árinu 2002, sem framkvæmdastjóri starfsmanna- og rekstrarmála, framkvæmdastjóri tjónasviðs og frá 2017-2022 sem framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar. Áður starfaði Auður sem starfsmannaráðgjafi hjá PriceWaterhouseCoopers ehf. og sem fulltrúi í hagdeild Samskipa hf.
Önnur stjórnarseta: Viðskiptaráð (stjórnarmaður), Heimkaup (stjórnarmaður).
