Rétt viðbrögð við ferðatjóni
Slys eða alvarleg veikindi
- Ef upp koma veikindi eða slys skal leita aðstoðar læknis og/eða fararstjóra eins fljótt og hægt er.
- Ef um minniháttar slys eða veikindi er að ræða skal kostnaður við aðhlynningu greiddur og reikningar síðan lagðir fram hjá VÍS við heimkomu.
- Í neyðartilvikum er haft samband við SOS í síma +45 7010 5050 eða með því að senda tölvupóst á: sos@sos.dk
- Sýnið Evrópska sjúkratryggingarkortið ef leitað er aðstoðar læknis innan EES.
- Nauðsynlegt er að geyma alla reikninga og framvísa hjá VÍS við heimkomu.
Farangur
- Nauðsynlegt er að geyma skemmda muni þar sem þeim þarf að framvísa hjá VÍS við heimkomu.
- Tilkynna skal þjófnað/rán strax til lögreglu í viðkomandi landi og/eða fararstjóra eins fljótt og auðið er. Nauðsynlegt er að skila afriti af öllum skýrslum til VÍS við heimkomu.
- Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi skal strax láta vita í afgreiðslu á flugvelli. Nauðsynlegt er að fylla út PIR eyðublað (Property Irregularity Report) og geyma afritið þar sem því þarf að skila til VÍS við heimkomu.