lock search
lock search

Meðferð upplýsinga í vátryggingasvikum

Tilkynnandi
VÍS mælist til þess að þeir sem tilkynna félaginu um meint vátryggingasvik geri það undir nafni, nema sérstakar aðstæður tilkynnanda mæla gegn því.

Ef send er inn ábending undir nafni áskilur félagið sér rétt til þess að hafa samband við tilkynnanda ef þörf er á til að afla frekari upplýsinga um málið.

Tilkynnandi getur óskað eftir því að samskipti félagsins við hann fari eingöngu fram í gegnum tölvupóstfang það sem gefið er upp í tilkynningunni.

Félagið heitir tilkynnanda trúnaði og mun ekki upplýsa þann sem ábendingin lýtur að eða þriðja aðila um nafn tilkynnanda nema í eftirfarandi undantekningartilvikum:

Leiði ábending tilkynnanda til þess að hin meintu vátryggingasvik verði kærð til lögreglu eða fari félagið með þau fyrir dómstóla kann að reynast nauðsynlegt að gefa upp nafn og/eða aðrar upplýsingar tilkynnanda.

Ef tilkynning felur í sér vísvitandi rangar sakargiftir kann jafnframt að reynast nauðsynlegt að veita þeim er málið lýtur að upplýsingar um nafn og/eða aðrar upplýsingar tilkynnanda hyggist viðkomandi af því tilefni gæta réttar síns.
Félagið mun ekki láta tilkynnanda vita um afdrif málsins.

Tilkynntur aðili
VÍS heldur í heiðri þá meginreglu að sá sem sakaður er um meint vátryggingasvik er saklaus uns sekt hans er sönnuð. Tilkynning til félagsins um meint vátryggingasvik þýðir eingöngu að málið verði tekið til frekari skoðunar af hálfu VÍS.

Sjá nánari umfjöllun í verklagsreglum félagsins.

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.