Hoppa yfir valmynd

Sjúkrakostnaðartrygging hunda

Góð trygging fyrir alla hundaeigendur. Ef þú ert með þessa tryggingu er hundurinn þinn tryggður fyrir lækniskostnaði sem verður til í kjölfar sjúkdóms eða slyss.

  • Kauptímabil: Þegar hundur er á aldrinum 8 vikna til 5 ára.
  • Fjárhæð: Fjárhæð sjúkrakostnaðartryggingar er föst fjárhæð sem kemur fram á tilboði, skírteini og endurnýjunarkvittun. Fjárhæðin helst óskert þar til hundurinn verður 7 ára en þá lækkar hún um 20% árlega.
  • Gildistími: Þegar hundurinn verður 10 ára fellur tryggingin niður og endurnýjast ekki.
  • Eigin áhætta: Þú berð eigin áhættu af hverju tjóni sem þú færð greitt úr sjúkrakostnaðartryggingu hunda. Eigin áhætta þín er föst fjárhæð, auk 10% af lækniskostnaði. Þú þarft ekki að greiða föstu fjárhæðina aftur vegna sjúkrakostnaðar, óháð fjölda heimsókna til dýralæknis, fyrr en að 100 dögum liðnum frá fyrstu heimsókn. Upplýsingar um eigin áhættu þína koma fram á tilboði, skírteini og endurnýjunarkvittun.

Tryggingin bætir

  • Lækniskostnað vegna skoðunar og meðferðar vegna sjúkdóma eða slysa.
  • Lækniskostnað vegna keisaraskurðar sem er læknisfræðilega nauðsynlegur, þó aldrei fleiri en tvo á hverja tík.
  • Lækniskostnað vegna geldingar eða ófrjósemisaðgerðar sem eru læknisfræðilega nauðsynlegar vegna ákveðinna sjúkdóma.
  • Lækniskostnað vegna lýtalækninga sem eru læknisfræðilega nauðsynlegar.
  • Lækniskostnað vegna meðhöndlunar á tönnum sem brotna vegna slyss.
  • Lækniskostnað vegna olnbogaloss, liðbólgu í olnboga, mjaðmarloss, liðbólgu í mjaðmarlið, beinklökkva, bein- og brjóskkvelli ef hundur er ættbókarfærður hjá HRFÍ og hefur verið tryggður hjá okkur, samfellt frá að minnsta kosti fjögurra mánaða aldri.

Tryggingin bætir ekki

  • Lækniskostnað vegna sjúkraþjálfunar og endurhæfingar.
  • Lækniskostnað vegna sjúkdóma sem voru til staðar eða kostnað vegna slysa sem urðu áður en tryggingin tók gildi.
  • Lækniskostnað vegna fyrirbyggjandi aðgerða og reglulegra skoðana.
  • Lækniskostnað vegna geðsjúkdóma, atferlisbrests eða skapgerðargalla.
  • Álag á lækniskostnað ef kalla þarf til dýralækni utan dagvinnutíma, nema brýna nauðsyn beri til.
  • Lækniskostnað vegna segulómskoðunar eða sneiðmyndatöku.
  • Lækniskostnað vegna sjúkdóma í tannholdi, tannhirðu, tannviðgerða eða galla í tönnum.
  • Lækniskostnað vegna skoðunar sem tengist meðgöngu eða goti.
  • Kostnað vegna lyfseðla, reikningsgerðar, vottorða eða sjúkraskýrslu.
  • Kostnað vegna fóðurs, fæðubótarefnis eða heilsu- og hreinlætisvara.
  • Ferða- og flutningskostnað vegna meðferðar og skoðunar.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
Forvarnir
Heimilið

Heimilisdýr

Algengustu heimilisdýrin eru án efa hundar og kettir. Þau gefa eiganda sinum mikið og eru oft á tíðum stór partur af fjölskyldunni. Góð umhirða þeirra er mikilvæg til að þeim líði vel.
Lesa meira

Ef þú ert með dýratryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Fjölskyldu- og innbústryggingar

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Fasteignatryggingar

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

Ökutækjatryggingar

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

Líf- og heilsutryggingar

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Ferðatryggingar