Gott að vita um öryggi barna
Slys á heimilum eru algengustuslysin hjá börnum yngri en 4 ára. Á þeim aldri eru börn stöðugt að prófa nýja hluti og athuga hversu langt þau komast. Það er því til mikils að vinna að gera heimilið eins öruggt og kostur er. Eftir því sem börnin eldast fækkar slysum inni á heimilinu en slys sem tengjast íþróttaiðkun og skóla aukast.
Viltu vita meira?
Hvað ber að hafa í huga
- Gott er að taka eftir hvernig og hvar óhöpp verða og horfa á hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir slys og nota viðeigandi öryggisvörur þar sem þær henta.
- Ef ung börn eru á heimilum er gagnlegt er að fara yfir heimilið með gátlista. Hann leiðir þig í gegnum helstu staði heimilisins þar sem tölfræðin sýnir að mörg slys verða.
- Hér á landi eru nær allir með börn sín í öryggisbúnaði umfram bílbelti fyrstu árin. Mikilvægt er að vera viss um að búnaðurinn hæfi barninu á hverjum tíma, sé rétt festur og barnið rétt fest í hann. Eins er mikilvægt að nota búnað eins lengi og ráðlagt er eða fram að 10 til 12 ára aldri.
- Sýnileiki, öryggisbúnaður og rétt hegðun barna er mikilvæg í umferðinni, sama hver ferðamátinn er. Okkar hlutverk er að fræða og tryggja það að þau noti viðeigandi öryggisbúnað. Nýjar áskoranir verða og núna má t.a.m. segja að nýrra ferðamáta margra er alltaf mikilvægara og mikilvægara að hægri reglan sé virt á stígum.