Hundatryggingar
Við bjóðum upp á fimm góðar tryggingar fyrir hunda sem þú getur sett saman á mismunandi hátt, allt eftir þínum þörfum.
Við mælum með að þú kíkir á spurningasafnið okkar en þar finnur þú svör við mörgum áhugaverðum spurningum. Hafðu endilega samband við okkur ef eitthvað er óljóst og við aðstoðum þig með ánægju.
Nánar um hundatryggingar
Þú getur sótt um hundatryggingar rafrænt.
Vottorð frá dýralækni um almennt heilsufar hundsins þarf að fylgja með umsókninni í flestum tilfellum. Vottorðið verður að vera innan við 30 daga gamalt og skrifað á eyðublað frá VÍS.
Við bjóðum einungis upp á hundatryggingar ef þú ert með aðrar tryggingar hjá okkur.
