Hoppa yfir valmynd

Hunda­trygg­ingar

Við vitum að hundurinn er besti vinur mannsins.underlineÞess vegna er mikilvægt að tryggja hann eins og aðra í fjölskyldunni. Hundatryggingar koma í veg fyrir að þú lendir í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð hundsins.

Við bjóðum upp á fimm góðar tryggingar fyrir hunda sem þú getur sett saman á mismunandi hátt, allt eftir þínum þörfum.

Við mælum með að þú kíkir á spurningasafnið okkar en þar finnur þú svör við mörgum áhugaverðum spurningum. Hafðu endilega samband við okkur ef eitthvað er óljóst og við aðstoðum þig með ánægju.

Nánar um hunda­trygg­ingar

Þú getur sótt um hundatryggingar rafrænt.

Vottorð frá dýralækni um almennt heilsufar hundsins þarf að fylgja með umsókninni í flestum tilfellum. Vottorðið verður að vera innan við 30 daga gamalt og skrifað á eyðublað frá VÍS.

Við bjóðum einungis upp á hundatryggingar ef þú ert með aðrar tryggingar hjá okkur.

Nánar um hundatryggingar

Ef þú ert með dýratryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Sjá nánar

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Sjá nánar

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

Sjá nánar

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

Sjá nánar

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Sjá nánar