Bílaleigutrygging kreditkorts
Bílaleigutrygging kreditkorts er trygging fyrir tjóni á bílaleigubíl sem tekinn er á leigu erlendis. Þessi vernd er einungis innifalin í ferðatryggingum ákveðinna kreditkorta.
Þau kreditkort sem innihalda tryggingu fyrir tjóni á bílaleigubíl sem tekinn er á leigu erlendis eru:
Íslandsbanki
- Gull viðskiptakort (GT83 )
- Platinum kort, Platinum viðskiptakort (GT84 )
- MasterCard Platinum, MasterCard Premium, Business Icelandair (GT87 )
Sparisjóðirnir
Ef þú lendir í tjóni á bílaleigubíl erlendis skaltu skoða vel hvort þú sækir í tryggingu kreditkortsins þíns eða tryggingu bílaleigunnar. Korthafi leggur sjálfur út fyrir tjóninu og fær síðan endurgreitt við heimkomu ef tjón telst bótaskylt.
Bílaleigur bjóða oft upp á tryggingar sem innihalda einnig ýmis konar þjónustu eins og vegahjálp og aðstoð við að fá nýjan bíl ef þú lendir í tjóni eða ef bíllinn bilar. Bílaleigutrygging kreditkorta er yfirleitt einungis almenn kaskótrygging og viðbótar ábyrgðartrygging og inniheldur ekki slíka þjónustu.
Innifalið í tryggingunni
Tryggingin gildir
- Aðeins fyrir einn bílaleigubíl í einu.
- Aðeins fyrir leigu á bílaleigubíl í 31 dag eða skemur.
- Aðeins ef korthafi er skráður sem fyrsti ökumaður á bílaleigusamninginn. Aðrir ökumenn sem geta fallið undir trygginguna eru maki, sambýlismaki, börn, foreldrar, tengdaforeldrar, systkini, viðskiptavinur og samstarfsmaður. Hugsanlegt er að bílaleigur krefjist þess að ef ökumaður er annar en korthafi að hann skrifi einnig undir leigusamninginn.
Tryggingin gildir ekki
- Á Íslandi, Rússlandi, fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna (Eystrasaltsríkin undanskilin), Afríku (Suður-Afríka undanskilin) eða innan dvalarlands korthafa, t.d. ef korthafi er búsettur erlendis vegna náms eða starfs eða hefur búið samfellt í a.m.k. 180 daga erlendis.
- Vegna leigu á sérstaklega hraðskreiðum ökutækjum s.s. Aston Martin, Ferrari, Porche, McLaren (sjá nánar í skilmála tryggingarinnar).
- Eftirtalin ökutæki falla ekki undir þessa tryggingu: Vörubílar, dráttarvélar, hvers konar vinnuvélar, tengivagnar, hjólhýsi, bifhjól, rafhjól, létt bifhjól, torfærubílar til aksturs utan vega, tómstundafarartæki, húsbílar, sendiferðabifreiðar og ökutæki með fleiri en 9 sætum.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.