Látum ljós okkar skína
Endurskin og ljós á fatnaði og búnaði eykur öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í myrkri. Rannsóknir sýna að ökumenn geta séð einstakling með endurskini allt að fimm sinnum fyrr en þann sem ekki ber það.

Fatnaður með innbyggðu endurskini er frábært val. Ef svo er ekki er mikilvægt að hengja eða líma endurskin á og þá bæði á yfirhafnir og töskur. Best er að passa upp á að endurskinið sjáist bæði að framan. Á úlpu er gott að setja hangandi endurskin neðst til hliðar beggja vegna og límt endurskin fyrir miðju bæði að framan og aftan.
Með einföldum aðgerðum, eins og að nota endurskin, geta vegfarendur aukið sýnileika sinn og þar með öryggi sitt. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þar sem úrvalið er mikið og fæst víða meðal annars á skrifstofum VÍS og í VÍS appinu.