Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 22.01.2026

Dagskrá og skráning á Forvarnaráðstefnu VÍS

Forvarnaráðstefna VÍS verður haldin í 16. sinn í Hörpu fimmtudaginn 12. mars frá kl. 11:30-15:30. Yfirskrift hennar er Öryggi á okkar vegum þar sem umferðin er í brennidepli.   

Ráðstefnan er einn stærsti viðburður sinnar tegundar hér á landi. Hún hefur vaxið jafnt og þétt og er öflugur vettvangur til að styðja við öryggismenningu fyrirtækja. Ráðstefnan er opin öllum en viðskiptavinum VÍS er boðið á hana.

Öll fyrirtæki eru þátttakendur í umferðinni en í mismiklu mæli. Allir hafa skoðun á henni og telja sig ágætis ökumenn. Sitt sýnist svo hverjum en umferðin er gríðarlega stór partur í öryggi okkar allra sama hvort er í vinnu eða frítíma.

Við hvetjum öll til að skoða dagskrá ráðstefnunnar og skrá ykkur til leiks á síðu ráðstefnunnar.