Stjórnir Skaga og Íslandsbanka samþykkja að hefja samrunaviðræður
Stjórnir Skaga hf. og Íslandsbanka hf. hafa samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður og hefur skilmálaskjal þess efnis verið undirritað af hálfu beggja aðila.

---english below---
Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að hluthafar Skaga eignist 323.859.440 nýja hluti í Íslandsbanka sem jafngildir um 15% hlut í sameinuðu félagi. Það endurspeglar viðskiptagengið 21,18 krónur á hvern hlut í Skaga og 124,00 krónur á hlut fyrir Íslandsbanka.
Sameinað félag verði leiðandi á fjármálamarkaði
Félögin sjá mikið virði í sameiningu þeirra með því að innleiða samþætt viðskiptamódel sem miðar að styrkleikum beggja félaga. Sameinað félag verður leiðandi á banka- og tryggingamarkaði auk þess sem samruninn býr til öflugri fjárfestingarbanka- og eignastýringarstarfsemi með fjölmörg tækifæri til frekari sóknar. Félögin geta sameinuð sótt enn sterkar fram á öllum sviðum fjármálaþjónustu og eru vel í stakk búin til að leiða frekari þróun á fjármálamarkaði. Skýr tækifæri eru til staðar til að auka þjónustu við viðskiptavini, auka arðsemi með hagkvæmari fjárhagsskipan og auknum umsvifum í eigna- og sjóðastýringu sem myndast við samrunann.
Þá er ávinningur talinn felast í samlegð af samrunanum, en bein árleg samlegð er metin á bilinu 1,8 – 2,4 milljarðar króna.
Að mati stjórnar Skaga er um að ræða hagfelld viðskipti fyrir hluthafa Skaga, sem eru í takt við stefnu Skaga um að vera þátttakandi í þróun á fjármálamarkaði. Það er mat stjórnar að sameiningin muni renna frekari stoðum undir aukna arðsemi sameinaðs félags. Þá mun sameinað félag búa yfir verulegu umfram eigin fé sem skapar frekari tækifæri til vaxtar.
Gert er ráð fyrir að nánari viðræður um skilmála og útfærslu samrunans muni fara fram á næstu vikum. Nánar verður upplýst um framvindu viðræðna eftir því sem ástæða er til og í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu félaganna.
---
Boards of Skagi and Íslandsbanki Approve Commencement of Merger Negotiations
The Board of Directors of Skagi hf. and Íslandsbanki hf. have approved the initiation of formal merger negotiations, and both parties have signed a term sheet to that effect.
The signed terms sheet confirms that Skagi's shareholders will receive 323,859,440 new shares in Íslandsbanki, representing approximately 15% ownership in the combined company. This indicates a share price of ISK 21.18 per Skagi share and ISK 124.00 per Íslandsbanki share.
A leading financial group
The companies recognise significant value in the merger by creating an integrated financial services model that utilises the strengths of both entities. The combined company will be a prominent player in banking and insurance, while also strengthening its investment banking and asset management platforms, offering numerous opportunities for further expansion. Together, the companies will be well-positioned to compete across all areas of financial services and take a leading role in the ongoing development of the Icelandic financial landscape.
The merger is expected to enhance customer service and boost profitability by creating a more efficient capital structure and achieving greater scale in asset management. The transaction is also anticipated to generate significant synergies, estimated at ISK 1.8-2.4 billion annually.
Skagi’s board of directors considers the proposed transaction an attractive opportunity for Skagi’s shareholders. It aligns with Skagi’s strategy of actively engaging in the ongoing development of the financial services sector. The Board also believes that the merger will enhance the long-term profitability of the combined company. Additionally, the merged entity is anticipated to have considerable excess capital, offering further capacity for growth.
Further discussions on the detailed terms and structure of the merger are expected to occur in the coming weeks. Updates on the progress of the negotiations will be provided as appropriate and in accordance with the companies’ legal disclosure obligations.