Tjónaskoðun VÍS
Ef tjónamunir eru mikið skemmdir og óviðgerðarhæfir er tjónið metið í Tjónaskoðun VÍS. Tjónið er svo greitt út samkvæmt markaðsvirði tjónamunar.
Tjónaskoðun viðgerðarhæfra ökutækja, fyrir viðgerð, fer fram á viðurkenndum verkstæðum sem eru með samning við VÍS.
Á uppboðsvef VÍS fer fram uppboð á hlutum sem hafa skemmst í ýmiskonar tjónum eins og ökutækjatjónum, innbústjónum og bruna- eða vatnstjónum.
Allir hlutir sem eru á uppboði eru til sýnis frá kl. 9:00 til 13:00 á mánudögum í Tjónaskoðun VÍS eða þar sem tekið er fram að viðkomandi hlutir eru staðsettir þegar þeir eru boðnir upp.
- Tjónaskoðun VÍS
- Smiðshöfða 3-5, 110 Reykjavík
- Almennur opnunartími: Allir virkir dagar frá kl. 12-15
- Opnunartími vegna uppboða: Mánudagar frá kl. 9-13
Senda fyrirspurn