Gott að vita um öryggiskerfi
Mikilvægt er að velja kerfi sem hentar og getur þurft að leggjast í nokkra rannsóknarvinnu til að átta sig á því. Fyrst er að ákveða hvaða upplýsingar þú vilt að kerfið gefi þér. Viltu hafa myndavél? Eiga að vera hreyfi-, innbrota-, reyks-, gas-, vatns-, raka-, hita- eða kolmónoxíðskynjarar svo eitthvað sé nefnt.
Viltu vita meira?
Hvað ber að hafa í huga
- Við mælum með reykskynjurum í öll rými heimilisins og sumarhússins.
- Vatnsskynjurum sér í lagi þar sem vatnstengdar vélar eru og ekkert niðurfall í rými.
- Gasskynjara í eldhús þar sem gaseldavél er.
- Myndavél þar sem þú vilt geta kíkt við eins og í sumarhúsið.
- Þegar þú veist hvaða skynjara þú vilt hafa getur verið gott að spyrja einhverja um reynslu þeirra af sínu kerfi, googla svolítið og skoða umsagnir.