Jenile aðgengistæki að hljóði
Fyrir þau sem ekki hafa fulla heyrn veitaJenile aðgengistæki að hljóði mikil þægindi og umfram allt öryggi. Reykskynjari, vatnsskynjari, barnapíutæki, innbrotakerfi, vekjaraklukka, hreyfiskynjari, gasskynjari og dyrabjalla eru dæmi um tæki sem hægt er að hafa með Jenile aðgengistækinu að hljóði. Aðgengistækin eru t.d. blikkljósakubbur og titrarapúði og gefa þau til kynna að boð hafa komið frá viðkomandi tæki, vanti hleðslu eða nýja rafhlöðu í það.
Viltu vita meira?
Hönnun og framleiðandi
Söluaðili
Eiginleikar
- Dæmi um Jenile tæki sem geta tengst aðgengistækjum með hljóði og titringi eru t.d. reykskynjari, vatnsskynjari, barnapíutæki, hurðarnemi, vekjaraklukka, hreyfiskynjari, gasskynjari, sími og dyrabjalla.
- Tækin geta t.d. tengst blikkljósakubb, titrarapúða og vasatitrara.
- Ljósatilkynningar geta verið mismunandi eftir alvarleika boða.
- Þau sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007 geta leitað til Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile til að fá styrk til kaupa á hjálparbúnaði.