Gott að vita um endurskin
Með endurskini sést viðkomandi allt að fimm sinnum fyrr. Bílstjóri með lágu ljósin sér dökkklæddan vegfarenda ekki fyrr en í 25 metra fjarlægð en ef viðkomandi er með endurskinsmerki sést hann í um 125 metra fjarlægð. Það munar ansi miklu á þeim tíma sem ökumaður hefur til að bregðast við.
Viltu vita meira?
Hvað ber að hafa í huga
- Endurskinsmerki þurfa að vera rétt staðsett eða eins neðarlega á yfirhöfninni og hægt er.
- Hangandi merki er best að hafa beggja vegna á hliðum neðst á yfirhöfn.
- Límd merki er best að hafa bæði að framan og aftan neðst á yfirhöfn og fyrir miðju. Þau þola þvott við 40°C.
- Best að velja fatnað þar sem endurskin er partur af hönnuninni. Þá er ekki hætta á að þau gleymist eða týnist.
- Á skrifstofum okkar eða í VÍS appinu getur þú fengið hangandi og límd endurskinsmerki.