Gott að vita um eldvarnateppi
Þegar eldur kviknar á heimilumog íbúar ná að slökkva eldinn sjálfir er eldvarnateppi sá slökkvibúnaður sem helst er notaður. Þrátt fyrir það er 37% heimila ekki með eldvarnateppi. Ekki láta það eiga við þitt heimili. Það er til svo mikið af fallegum eldvarnateppum sem gaman er að hafa upp á vegg.
Viltu vita meira?
Hvað ber að hafa í huga
- Hengdu teppið upp á vegg þar sem allir sjá það. Samt ekki of nærri eldavélinni.
- Ef nota þarf teppið, takið um horn þess og gætið að verja hendur með teppinu. Ef kviknað hefur t.d. í olíu á pönnu, leggið eldvarnateppið yfir og þéttið. Látið vera þar til eldurinn hefur slokknað sem getur tekið mínútur. Slökkvið undir hellunni ef kostur er. Alls ekki fara með pönnuna burt af eldavélinni.
- Farðu yfir með börnunum hvernig á að bregðast við ef eldur kviknar.