Apple snjallúr
Hér er komin frábær hvatningtil þess að bæta heilsuna. Hægt er að fylgjast með hreyfingu og svefni. Svo er hægt að nýta úrið til þess að huga að öndun, slökun og andlegri vellíðan. Svo má ekki gleyma því að hægt er að nota úrið til þess að borga, taka við símtölum og hringja, lesa og senda skilaboð, fylgjast með verkefnum á snjallan og notendavænan máta.
Viltu vita meira?
Hönnun og framleiðandi
Eiginleikar
- Mælir frammistöðu, kaloríur og púls.
- GPS.
- Áttaviti.
- Always-On Retina þannig að hægt er að sjá á skjáinn án þess að lyfta hendi eða snerta skjá.
- Rafhlaðan endist í 18 tíma.
- Bluetooth 5.0.
- Dulkóðuð gögn úr tækinu í skýjalausn.
- Hægt að persónugera smámyndir.
- Úrið er vatnsþolið við allt að 50m dýpi.
- Fallskynjun, þ.e. úrið skynjar ef eigandinn dettur og þá getur hann kallað eftir hjálp í 112 með upplýsingar um staðsetningu.
- Hljóðgæði útiloka bergmál og óþarfa umhverfishljóð.
- Til í tveimur stærðum.
- Til svart, gull/bleikt og silfrað.