Gott að vita um slökkvitæki
Enginn ætti aðsetja sjálfan sig eða fjölskyldu sína í þær aðstæður að geta ekki brugðist við eld á heimilinu vegna þess að viðhlítandi slökkvibúnaður sé ekki til. Slökkvitæki er partur af þeim búnaði. Samt sem áður eru 23% heimila án þeirra.
Viltu vita meira?
Hvað ber að hafa í huga
- Slökkvitæki þarf láta yfirfara samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.
- 6 kg slökkvitæki er gott að staðsetja á sýnilegum stað nærri útgöngu heimilisins. Best er að festa það upp á vegg þannig að handfangið sé í 80 til 90 sm hæð.
- Minni slökkvitæki, 2 kg eða 1 kg, er gott að hafa á sýnilegum stað í eldhúsi algengast er að kvikni í út frá notkun eldavélar.
- Slökkvitæki fyrir heimili eru annað hvort léttvatns- og duftslökkvitæki.
- Gott er að æfa handtök við að slökkva eld með slökkvitæki ef kostur er.
- Mikilvægt er að setja aldrei neinn í hættu við að slökkva eld. Heldur hringja í 112 og óska eftir aðstoð og koma sér út.
CE merkt og standast kröfur um gæði
Reglugerð um slökkvitæki
- Gildandi reglugerð nr. 1068/2011 um slökkvitæki segir að þau eigi að vera rauð að lit og merkt á ákveðin hátt samkvæmt ÍST EN 3 staðli.
- Við vitum að á mörgum heimilum eru slökkvitækin geymd inni í skáp, bílskúr, geymslu eða þvottahúsi vegna þess að þau þykja ekki falleg. Tækin eru þar af leiðandi ekki sýnileg og ekki við flóttaleið. Þess vegna vita fáir hvar þau eru geymd. Þessu viljum við breyta.
- Við viljum að öryggið passi. Það eru til fallega hönnuð öryggistæki sem hjálpa okkur að tryggja öryggi heimilisins.
- Til eru falleg slökkvitæki sem eru CE merkt og standast kröfur um gæði ─ en ekki kröfur um lit og merkingar íslenskra reglugerða.
- Veljum öryggisvörur sem okkur finnst fallegar og pössum að þær séu aðgengilegar. Látum öryggið passa.
- Tökum höndum saman og komum í veg fyrir slys og tjón.