
Afsláttur
Límmiði fyrir skráningu hjóla
Skráning reiðhjóla er ný af nálinni
hér á landi. Inni á reidhjolaskra.is er hægt að skrá hjól sitt og kaupa límmiða til að líma á hjólið. Límmiðinn fælir frá að hjóli sé stolið en ef það er gert og hjólið finnst þá eru meiri líkur á að það rati í hendur eigenda síns á ný. Skráning hjóls og límmiði minnkar alls ekki þörfina á að læsa hjóli með öflugum lás við eitthvað sem er jarðfast eða vera viss um að hjólið sé rétt tryggt.
Viltu vita meira?
Hönnun og framleiðandi
Söluaðili
Eiginleikar
- Límmiðar ætlaðir hjólum sem eru skráð inni á reidhjolaskra.is
- Límmiðar sérhannaðir til notkunar á hjólum
- Erfitt að ná límmiða af hjóli
- Eru með upplýsingum á sem hægt er að tilkynna inni á reidhjolaskra.is ef hjól finnst
- Þurrka þarf óhreinindi af hjóli áður en límmiðinn er settur á
- Mælt er með að hafa miðann sýnilegan á stönginni sem er frá sæti niður í pedala
- Viðskiptavinir okkar geta pantað sér límmiða í appinu okkar
Afsláttur
- Viðskiptavinir okkar sem falla undir Brons, Silfur, Gull og Demant í Vildarkerfi okkar geta fengið límmiða senda heim. Þú ferð í VÍS appið undir gjafir og pantar þér límmiða.
