Hvernig tengi ég kubbinn við Ökuvísis appið?
Kubburinn er í grunninn hröðunarmælir sem vinnur með appinu að því að gefa nákvæmari einkunn. Hann tryggir líka að appið mælir ekki ferðir nema þegar það tengist kubbnum. Því færðu ekki skráða ferð á þig þegar þú ferðast í öðrum bíl en þeim bíl sem er með kubbinn.
Leiðbeiningar eru í kassanum sem fylgir kubbnum en einnig leiðbeinir appið þér skref fyrir skref.
Skrefin til að tengja kubbinn við Ökuvísi eru:
- Þú byrjar á því að vera með símann þinn og kubbinn fyrir framan þig.
- Þú ferð í prófílinn þinn í appinu og velur „Tengja kubbinn“.
- Þú velur hvaða bíl á að tengja – ef þú ert með iPhone þarftu að endurræsa appið eftir að bíllinn er valinn og fara aftur á sama stað.
- Smelltu á takkann á kubbnum. Það dugar að ýta einu sinni.
- Smelltu á „Byrja að tengja“ í appinu.
- Ef ljósið blikkar þá tókst að tengja og þú velur „Blikkar“, ef það tókst ekki velur þú „Blikkar ekki“ og reynir aftur.
- Þegar tenging er komin á er ekkert eftir nema að líma kubbinn á framrúðuna fyrir aftan baksýnisspegilinn.