Meðhöndlun kvartana
Það er stefna VÍS að tryggja gagnsætt og skilvirkt verklag við úrvinnslu kvartana sem berast VÍS, auk þess að tryggja skjóta og sanngjarna afgreiðslu slíkra erinda.
Tilgangur verklagsreglu þessarar er að tryggja samræmt verklag við skráningu, meðferð og eftirfylgni kvartana. Markmiðið er að auka ánægju viðskiptavina og fyrirbyggja að sambærileg atvik endurtaki sig. Verklagsreglan nær til allra starfsmanna VÍS, verktaka og annarra sem koma fram fyrir hönd VÍS.
Verklagsregla um meðhöndlun kvartana
Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef þú hefur einhverjar spurningar — við aðstoðum þig með ánægju.