Hoppa yfir valmynd

Framtíðarsýn og nýsköpun í öryggismálum

Hilton Reykjavík Nordica 6. febrúar kl. 13-16

Forvarna­ráð­stefna VÍS 2019

Forvarnaráðstefna VÍSunderlineer haldin árlega og býður VÍS viðskiptavinum og sérfræðingum í forvörnum fyrirtækja til hennar. Fjallað er um öryggismál og forvarnir fyrirtækja og stofnana frá öllum hliðum. Vel valdir sérfræðingar og stjórnendur á þessu sviði deila reynslu sinni með ráðstefnugestum. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 2010 og hefur skapað sér sess sem fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi. 

ÍSAGA hlaut Forvarna­verð­laun VÍS 2019

  • Forvarnaverðlaun VÍS voru afhent í 10 skipti á ráðstefnunni. Verðlaunin hlýtur það fyrirtæki sem þykir skara fram úr í öryggismálum og er öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd.
  • ÍSAGA er fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki í for­vörn­um og ör­ygg­is­mál­um og starfar eft­ir ná­kvæmu ör­ygg­is­stjórn­un­ar­kerfi móður­fyr­ir­tæki síns.
  • Öll starf­semi og verk­ferl­ar ein­kenn­ist af hárri ör­yggis­vit­und starfs­manna sem end­ur­spegl­ast í öfl­ugri ör­ygg­is­menn­ingu.
Orri Pétursson, verksmiðjustjóri hjá Ísaga, veitir forvarnaverðlaununum viðtöku.
Orri Pétursson, verksmiðjustjóri hjá Ísaga, veitir forvarnaverðlaununum viðtöku. Með honum eru Helgi Bjarnason forstjóri VÍS og Hafdís Hansdóttir framkvæmdastjóri Þjónustu hjá VÍS.

RB fékk viður­kenn­ingu fyrir árangur í örygg­is­málum

  • RB er fyrirtæki sem leggur mikla áherslur á vinnuvernd starfsmanna og leitast við að finna frumlegar lausnir í efla starfsumhverfi starfsmanna sinna.
  • Öryggismál starfsmanna eru samtvinnuð við ríkar áherslur í upplýsingatækniöryggi fyrirtækisins.
RB fékk viðurkenningu fyrir árangur í öryggismálum

Narfastaðir Guest­house fékk viður­kenn­ingu fyrir árangur í örygg­is­málum

  • Narfastaðir Guesthouse er rótgróið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi sem rekur gistiheimili fyrir ferðamenn.
  • Öryggismál hafa alla tíð verið eigendum hugleikin hvort sem snýr að starfsmönnum eða viðskiptavinum.
  • Fyrirtækið hefur sýnt að lausnir í öryggismálum þurfa ekki að kosta mikið til að efla öryggi í ferðaþjónustu.
Narfastaðir Guesthouse fékk viðurkenningu fyrir árangur í öryggismálum

Dagskrá

13:00

Setning ráðstefnu

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir

Forstjóri Vinnueftirlits ríkisins

13:10

Öryggismenning fyrirtækja – Hver er lykillinn að fyrirmyndar öryggismenningu

Magnús Þór Ásmundsson

Forstjóri Alcoa Fjarðaáls

13:30

Til tryggingar lífinu, afla og efna - glefsur úr sögu íslenskra öryggismála

Stefán Pálsson

Sagnfræðingur

13:50

Framtíðarsýn í öryggismálum á Íslandi - Hver verður þróun næstu 10-20 árin?

Gestur Pétursson

Forstjóri Elkem

14:15

Forvarnaverðlaun VÍS

Helgi Bjarnason

Forstjóri VÍS

14:30

Kaffihlé

14:50

Forvarnaráðstefna VÍS í 10 ár

Helgi Bjarnason

Forstjóri VÍS

15:15

Coca-Cola Operational Excellence: A Safety Diagnostic Event

Brandon Wiseman

Swire Coca-Cola Corporate Safety Manager

16:00

Ráðstefnulok

Fundarstjóri

Oddrún Lilja Birgisdóttir

Sérfræðingur í öryggismálum á Keflavíkurflugvelli hjá ISAVIA og formaður VINNÍS.

Örygg­is­menning fyrir­tækja. Hver er lykillinn að fyrir­myndar örygg­is­menn­ingu

Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls

Fjallað er um öryggismenningu Alcoa Fjarðaáls og helstu verkfærin sem fyrirtækið notar til að stuðla að góðri og jákvæðri öryggismenningu.

Mannleg hegðun, stjórnun helstu áhættuþátta, atvikaskráningar og úttektir eru lykilþættir. Stjórnendur Alcoa Fjarðaáls leggja mikla áherslu á góða öryggismenningu og öryggi er aldrei fórnað fyrir framleiðslu. Allir starfsmenn fá góða þjálfun í öryggismálum þar sem þeir eru hvattir til að stoppa og leita sér hjálpar ef þeir upplifa eitthvað sem er óöruggt. Stjórnendur Alcoa Fjarðaáls skilgreina „mikilvægasta varnarlagið“ í öllum verkum. „Mikilvægasta varnarlagið“ er það varnarlag sem kemur í veg fyrir alvarleg slys eða banaslys ef

og þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þetta er lykilþáttur í stjórnun helstu áhættuþátta hjá Alcoa Fjarðaáli. Öryggi er ekki, að mati Alcoa Fjarðaál, mælt með fjölda slysa, heldur hversu sterk varnarlögin eru.

Öryggismenning fyrirtækja. Hver er lykillinn að fyrirmyndar öryggismenningu

Til trygg­ingar lífinu, afla og efna. Glefsur úr sögu íslenskra örygg­is­mála

Stefán Pálsson sagnfræðingur

Fyrsti fjórðungur tuttugustu aldar var tími færibandavæðingar bandarísks iðnaðar með ríkri áherslu á vöxt, framleiðsluaukningu og framleiðni. Erfiðara reyndist að vekja áhuga geirans á vinnuverndar- og öryggismálum. Sú barátta vannst að miklu leyti fyrir tilstilli

hugsjónafólks og frjálsra félagasamtaka. Á Íslandi hverfðist umræðan um vinnuslys á sama tíma um úrbætur á sviði sjósóknar, enda sjómenn í miklum meirihluta þeirra sem létust af slysförum. Frumkvæði í þeim málaflokki kom að miklu leyti frá einstaklingum sem tengdust útgerðinni ekki beint. Bent verður á sameiginlega þætti í bandarísku og íslensku sögunni og nokkrar áhugaverðar lykilpersónur kynntar til sögunnar.

Til tryggingar lífinu, afla og efna. Glefsur úr sögu íslenskra öryggismála

Fram­tíð­arsýn í örygg­is­málum á Íslandi. Hver verður þróun næstu 10-20 ára

Gestur Pétursson forstjóri Elkem á Íslandi

Það að koma líkamlega og andlega heil heim úr vinnu eru mannréttindi alls vinnandi fólks.Til að styðja við þau mannréttindi er það skýrt í lagaumgjörðinni hvert hlutverk vinnuveitenda er þegar kemur að framkvæmd áhættumats, forvörnum þar af lútandi og eftirfylgni. Að spá fyrir um framtíðina m.t.t. þróunar á lagaumhverfi, öryggisvitundar, viðhorfs og almenns siðferðis er aldrei auðvelt þar sem takmarkað skyggni er í flestum kristalskúlum. Hins vegar er það svo að framtíðin er ávallt afleiðing atferlis okkar sem einstaklinga og sem samfélags. Að því gefnu ættum við að geta gert þrennt til að spá fyrir um framtíðarþróun á sviði öryggismála hér á Íslandi. Horfa til fortíðar og nota þann lærdóm sem felst í sögunni til að spá fyrir um framtíðina, þar sem fortíðarhegðun er oftar en ekki besta forspárgildið um framtíðarhegðun. Horfa í eigin barm og spyrja okkur sjálf hver okkar raunverulega forgangsröðun er þegar kemur að því að skapa slysalausan vinnustað. Þetta er áleitin spurning sem allir á vinnumarkaði þurfa að svara óháð stöðu, kyni og aldri. Hins vegar er þetta spurning sem sérhver stjórnandi þarf að svara með því að greina hvort samræmi sé á milli atferlis og orða.

Greina og velta því fyrir okkur hverjar eru þær megin áskoranir sem við erum að fást við í dag. Áskoranir dagsins í dag munu hafa mikil áhrif á það hvernig almennir framtíðar stjórnunarhættir munu þróast og hver forgangsröðun okkar verður í samræmi við það. Í erindinu verða tekin ýmis dæmi úr fortíð og nútíð til að spá fyrir um framtíðina út frá ofangreindum viðfangsefnum, með það fyrir augum að greina hver þróunin muni verða á næstu 10-20 árum gagnvart því markmiði að allir komi líkamlega og andlega heilir heim úr vinnu.

Framtíðarsýn í öryggismálum á Íslandi. Hver verður þróun næstu 10-20 ára

Öruggir bíla­leigu­bílar í óöruggum aðstæðum

Coca Cola Operational Excellence. A Safety Diagnostic Event

Brandon Wiseman (Corporate Safety Manager, Swire Coca-Cola) will showcase a Safety Diagnostic approach using Coca-Cola’s Operational Excellence Principles to identify

hazards, prioritize risk and reduce injuries. Focus will target reducing waste and risk associated with defects in the process, excessive motion/processing, transportation and improving culture and productivity.

Öruggir bílaleigubílar í óöruggum aðstæðum