ATVIK
Atvikaskráningarkerfið ATVIK sem VÍS setti á markað árið 2013 hefur verið fært yfir í öruggar hendur Áhættustjórnunar sem kemur til með að þróað kerfið áfram. VÍS tryggt viðskiptavinum sínum einstök kjör á kerfinu hjá Áhættustjórnun.
ATVIK hefur í gegnum árin gegnt lykilhlutverki í að aðstoða stór jafnt sem smá fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hjá VÍS við að grípa til forvarnaraðgerða og stuðla að úrbótum áður en slys eða tjón gerast, ásamt því að halda utan um upplýsingar ef atvik gerist.
Nokkrir kostir ATVIKs:
- Miðlægt atvikaskráningarkerfi
- Auðveldar skráningu og utanumhald atvika, tjóna og slysa
- Gagnvirkt mælaborð og greiningartól
- Verkefnaborð sem auðveldar eftirfylgni
- Greinir tækifæri til úrbóta
- Hægt að skrá í gegnum snjalltæki
- Eykur öryggisvitund starfsmanna
- Stuðlar að öruggu vinnuumhverfi
- Tilkynning vinnuslysa rafrænt til Vinnueftirlitsins og VÍS
- Tilkynning í formi pdf til Sjúkratrygginga
- Víðtæk reynsla af notkun kerfisins
- Þróað með notendum í gegnum árin