Veiði
Skot- og stangveiði hefur í för með sér góða útivist, hreyfingu og tengingu við náttúruna. Veiðin er þó ekki hættulaus, sama hvort um ræðir meðhöndlun á skotvopninu sjálfu, veru út í vatni eða ferðamennskunni í kringum sportið. Allir þurfa því að huga að sínu öryggi og sinna samferðamanna.
