Hoppa yfir valmynd
Viðskiptavinir okkar eru að meðaltali búnir að vera hjá okkur í 14 ár!

Allar einstak­lings­trygg­ingar

Hér sérðu yfirlit yfir allar einstaklingstryggingarnar okkar. Mættu því óvænta af öryggi!

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Fjölskyldusamsetning, ósk um tryggingavernd og eigin áhættu er misjöfn og því er hægt að setja fjölskyldu- og innbústryggingar saman eins og hentar hverjum og einum.

Líf - og heilsu­trygg­ingar

Líf- og heilsutryggingar tryggja þér og þínum nánustu fjárhagslegt öryggi ef hið óvænta gerist.

Ferða­trygg­ingar

Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Dýra­trygg­ingar

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á margar útfærslur af dýratryggingum fyrir hesta, hunda og ketti.

Fyrirtækin sem við tryggjum eru að meðaltali búin að vera hjá okkur í 11 ár!

Allar fyrir­tækja­trygg­ingar

Rekstrarumhverfi og þarfir fyrirtækja eru mismunandi og starfsemin getur tekið breytingum á skömmum tíma. Því er mikilvægt að huga reglulega að tryggingaverndinni.

Grunn­trygg­ingar fyrir fyrir­tæki

Við mælum með því að öll fyrirtæki stór og smá séu að lágmarki með ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, slysatryggingu launþega og lausafjártryggingu. Þú getur sótt um allar þessar tryggingar í einni umsókn hér.

Húseig­enda­trygging atvinnu­hús­næðis

Húseigendatrygging er góð viðbót við lögboðna brunatryggingu. Húseigendatrygging veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns.

Rekstr­ar­stöðv­un­ar­trygging

Rekstrarstöðvunartrygging bætir rekstrartap sem verður við stöðvun rekstrar og leiðir af sér samdrátt í sölu eða þjónustu.

Vinnu­véla­trygging

Vinnuvélatrygging tekur á tjónum sem verða á tryggðri vinnuvél vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.

Víðtæk flutn­ings­trygging

Víðtæk flutningstrygging er fyrir þá sem láta flytja fyrir sig verðmæti með viðurkenndum flutningsaðila milli landa eða innanlands.

Yfirlit lífs­við­burða

Á vissum tímamótum í lífi þínu er skynsamlegt að þú hugir að tryggingavernd þinni og fjölskyldu þinnar. Hér höfum við tekið saman helstu lífsviðburði sem geta haft áhrif á það hvaða tryggingar þú þarft.

Eignast barn

Við mælum með því að þú skoðir kaup á nokkrum tryggingum sem tryggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldu þinnar ef hið óvænta gerist.

Kaupa fast­eign

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að passa upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Veikjast eða slasast

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi. Staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum.

Flytja erlendis og aftur heim

Við flutninga erlendis er skynsamlegt að skoða kaup á tryggingum eins og flutningstryggingum og sjúkrakostnaðartryggingu.

Fara á eftir­laun

Þörfin fyrir tryggingar getur breyst eftir því sem þú verður eldri og aðstæður þínar breytast.

Þegar þér hentar

Náðu í VÍS appið eða skráðu þig inn á vefinn okkar og þá getur þú tilkynnt tjón, fengið yfirlit yfir tryggingar og greiðslustöðu og breytt greiðsluupplýsingum.

Við höfum tekið saman leiðbeiningar um hvernig þú innskráir þig. Þar finnur þú einnig stutt og skýr kennslumyndbönd til þess að hjálpa þér af stað.

Við hvetjum þig til þess að nýta stafrænu lausnirnar okkar, þegar þér hentar.

Þjónustuskrifstofur okkar eru opnar mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9:00 - 16:00 og föstudaga frá kl. 9:00 - 15:00. Við erum einnig til taks í síma 560 5000 og netspjalli mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00 - 16:00 og föstudaga kl. 09:00 - 15:00. Svo getur þú sent okkur fyrirspurn og við svörum eins fljótt og auðið er.

VÍS appiðInnskráning
Þegar þér hentar
Fréttir
Forvarnir17.01.2025

Ánægðari og ánægðari viðskiptavinir

VÍS heldur áfram að ná góðum árangri í Íslensku ánægjuvoginni og hækkar um sæti annað árið í röð.

Forvarnir10.01.2025

Mikilvægt að vera á tánum

Breyting verður í veðri um helgina þegar hlýnar og fer að rigna. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS hefur áhyggjur af því að margir eigi eftir detta á klakanum þegar hann blotnar og verður háll og að vatnstjón geti orðið þegar vatn reynir að finna sér leið.

Sigrún A. ÞorsteinstódditSigrún A. Þorsteinstóddit
Almennt30.12.2024

Vátryggingafélag Íslands hf. verður VÍS tryggingar hf.

Þann 1. janúar 2025 fær Vátryggingafélag Íslands hf. nýtt nafn og nýja kennitölu.

Nýtt nafn er VÍS tryggingar hf. og ný kennitala er 670112-0470.

Almennt20.12.2024

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar

Við sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum bestu jólakveðjur og ósk um gleði og öryggi um jólin.

Forvarnir19.12.2024

Gleðilega og örugga hátíð

Desember er tími ljóss, samveru og anna. Ánægjulegt er að sjá hvað brunum á heimilum hefur fækkað síðustu ár en enn eru þeir þó flestir í desember.

Forvarnir01.12.2024

Verum viss um að þeir virki!

Dagur reykskynjarans er 1. desember. Dagur sem við hvetjum alla til prófa reykskynjarar heimilisins þar sem þeir geta öllu breytt ef kviknar í.

Forvarnir28.11.2024

Öruggir aðventukransar

Mikilvægt er að útbúa aðventukransa og aðrar jólaskreytingar með lifandi kertum á eins öruggan hátt og kostur er. Þannig að sem minnst hætta er á að kvikni í ef t.d. gleymist að slökkva.

Almennt28.11.2024

Iðgjald til Náttúruhamfaratrygginga Íslands hækkar frá 1. janúar 2025

Meðal þeirra gjalda sem innheimt eru samhliða brunatryggingaiðgjöldum hjá almennu vátryggafélögunum (Sjóvá, TM, Verði og VÍS) er lögbundið iðgjald sem rennur til Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ).

Forvarnir20.11.2024

Svartahálka varasöm

„Svokallaður mörgæsargangur getur verið nauðsynlegur þegar svartahálka birtist“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS.

Sigrún A. ÞorsteinstódditSigrún A. Þorsteinstóddit
Forvarnir25.10.2024

Vetrarakstur getur verið strembinn

„Það getur verið vandasamt að keyra í erfiðri færð um vetur en þá er nauðsynlegt sem aldrei fyrr að vera með alla athygli á veginum“ segir Benedikt Hreinn Einarsson sérfræðingur i ökutækjatjónum hjá VÍS.