Varnir gegn vatnstjóni
Á hverjum degi verða um 20 vatnstjón hér á landi og er kostnaður þeirra um þrír milljarðar. Bara til VÍS berast 5,5 vatnstjónstilkynningar á hverjum degi og má sjá hvernig tjónin skiptast niður hér. Þótt margir séu vel tryggðir fylgir mikið rask slíkum tjónum og oft á tíðum getur verið ógjörningur að bæta ómetanlega hluti sem skemmast.
