Sumarhús
Algengustu tjón í sumarhúsum eru vatnstjón. Algengt er að skemmdir verði miklar þar sem oft líður nokkur tími frá því að lekinn verður þar til hann uppgötvast. Eldsvoðar eru mun sjaldgæfari en vatnstjónin en albruni er því miður ekki óþekkt fyrirbæri þar sem eldsmatur er gífurlegur í sumarhúsum.
Forvarnir gegn þessum tveimur þáttum þurfa því að vera ofarlega á forgangslista sumarhúsaeigenda. Gott er að fara yfir sumarhúsið með eftirfarandi gátlista til hliðsjónar.