Gott að vita um heilsu
Þrjár megin stoðirheilsunnar eru hreyfing, svefn og mataræði. Mikilvægt er að leggja áherslu á þær allar en ekki vanmeta einhverja þeirra. Með því er stuðlað að andlegri og líkamlegri vellíðan og dregið úr líkum á fjölmörgum sjúkdómum.
Viltu vita meira?
Hvað ber að hafa í huga
- Dagleg hreyfing er mikilvæg. Hún þarf ekki að vera flókin eða mikil en má alveg vera það ef hentar. Sumir synda, aðrir hlaupa, labba, hjóla, fara í ræktina, gera æfingar heima, lyfta eða eitthvað allt annað. Það skiptir ekki öllu bara að það sem gert sé henti og nái því að verða partur af rútínu viðkomandi.
- Svefn er mikilvægari en margir átta sig á. Þó hægt sé að stofna til skammtímaskuldar í þeim efnum gengur það ekki til lengdar. Þá skerðist athygli, lífsgæði versna, þolinmæði minnkar, slysahætta eykst og andleg líðan versnar. Að meðaltali þurfa fullorðnir til að mynda 7 til 8 klukkustunda svefn og börn á grunnskólaaldri allt að 8 til 11 tíma.
- Best er að hafa mataræðið fjölbreytt og hafa sykur og unnar matvörur í lágmarki. Oft er talað um að 1/3 hluti á matardiskinum eigi að vera kolvetni eins og kartöflur, pasta, hrísgrjón og gróft brauðmeti, 1/3 prótein eins og fiskur, kjöt, egg, baunir og mjólkurafurðir og 1/3 grænmeti og ávextir. Gæta þarf þess að hver skammtur sé ekki stærri en orkuþörfin krefst.