Jarðskjálftar
Jarðskjálftar verða þegar jarðskorpan brotnar eða hrekkur til. Við höggið sem myndast breiðast jarðskjálftabylgjur út frá brotafletinum. Á vef Veðurstofu Íslands má sjá upplýsingar um jarðskjálfta sem verða á landinu. Flestir jarðskjálftar hérlendis eru það litlir að enginn verður var við þá nema skjálftamælar og því er áhugavert að sjá tíðni þeirra á korti Veðurstofunnar sem er uppfært á 5 mínútna fresti.