Innbrot
Margt er hægt að gera til að fyrirbyggja innbrot. Oft á tíðum er andlega vanlíðan og óöryggið sem fylgir því að brotist er inn á heimilið mun verra en tjónið og munir sem hverfa í innbrotinu. Því er mikilvægt að hver og einn sé meðvitaður um þær forvarnir sem hann getur sinnt til að koma í veg fyrir innbrot hjá sér. Reynslan hefur sýnt að innbrot eru oft vel skipulögð. Þjófar eru oftast að leita eftir hlutum sem auðvelt er að koma í verð eins og myndavélum, fartölvum, símum, spjaldtölvum, flatskjáum, peningum og skartgripum.
Gátlisti um undirbúning heimilisins fyrir fríið getur verið gott að styðjast við til að ekkert gleymist.