Húsfélög og forvarnir
Mikilvægt er að stjórnir húsfélaga kynni sér forvarnir og upplýsi íbúa í fjölbýli um mikilvægi þeirra. Tjón í einni íbúð getur haft áhrif á aðrar íbúðir í húsinu.
Gott er að hafa tryggingar og forvarnir á dagskrá húsfundar a.m.k. einu sinni á ári. Upplýsa þarf íbúa um hvar húsfélagið er tryggt, hvernig eigi að tilkynna tjón, spyrja út í hvort tjón hafi orðið og ræða helstu forvarnir.