Frítími
Ferðamennska
Ferðamönnum hefur fjölgað mjög undanfarin ár, bæði innlendum og erlendum og ferðamennska þeirra breyst. Gönguferðir hafa aukist mikið, ásamt því að fellihýsi, tjaldvagnar, hjólhýsi og húsbílar eru vinsælir ferðamátar yfir sumartímann.
Allir vilja komast heilir heim. Til að svo megi verða er góður undirbúningur ferðalags mikilvægur. Hann getur hins vegar verið mjög mismunandi eftir því hvert förinni er heitið, hvernig er ferðast og hvernig viðrar.
Sumarhús
Algengustu tjón í sumarhúsum eru vatnstjón. Algengt er að skemmdir verði miklar þar sem oft líður nokkur tími frá því að lekinn verður þar til hann uppgötvast. Eldsvoðar eru mun sjaldgæfari en vatnstjónin en albruni er því miður ekki óþekkt fyrirbæri þar sem eldsmatur er gífurlegur í sumarhúsum.
Forvarnir gegn þessum tveimur þáttum þurfa því að vera ofarlega á forgangslista sumarhúsaeigenda. Gott er að fara yfir sumarhúsið með eftirfarandi gátlista til hliðsjónar.
Veiði
Skot- og stangveiði hefur í för með sér góða útivist, hreyfingu og tengingu við náttúruna. Veiðin er þó ekki hættulaus, sama hvort um ræðir meðhöndlun á skotvopninu sjálfu, veru út í vatni eða ferðamennskunni í kringum sportið. Allir þurfa því að huga að sínu öryggi og sinna samferðamanna.
Á hjóli
Alltaf er gott og heilbrigt að skilja bílinn eftir og fara um gangandi eða nýta sér t.d. reiðhjól, hlaupahjól, bretti eða hvað annað sem í boði er.
Hjólahjálmur
Hjálmurinn er ekki bara upp á lúkkið heldur veitir hann vörn og dregur úr líkum á alvarlegum höfuðáverkum sama á hvaða aldri fólk er.
Hjólalás
Þegar hjólið er skilið eftir þá er alltaf skemmtilegra að koma að því á sínum stað. Þess vegna er mikilvægt að læsa hjólinu rækilega í hvert sinn sem farið er frá því, hvort sem það er innandyra eða utan.
Gróðureldar
Töluverð hætta er á gróðureldum hér á landi þar sem sina og trjágróður hefur vaxið umtalsvert síðustu ár. Þessi hætta er ekki einungis á vorin og sumrin þar sem gróðureldar geta orðið að vetri til þegar jörð er auð.
Nánari upplýsingar eru á síðunni grodureldar.is