Eldri borgarar
Með hækkandi aldri verða margar líkamlegar breytingar hjá einstaklingum. Heyrn, sjón, viðbragð og stöðugleiki breytist sem getur haft áhrif á aksturshæfi. Þetta má meðal annars sjá á tjónaorsökum en þær breytast með aldrinum. Tjón þar sem bakkað er á verða tíðari ásamt tjónum þar sem vinstri beygjur eru teknar.
Eldri borgarar þurfa að vera meðvitaðir um þá þætti í umferðinni sem þeim finnst erfiðara að takast á við en áður og taka tillit til þeirra.
