Eldgos
Mikilvægt er að við tökum fullt mark á viðvörunum sem settar eru fram í tengslum við eldgos þegar þau eru í gangi. Förum ekki inn á svæði sem eru lokuð og látum lögreglu vita ef við vitum um mannaferðir þar.
Þegar gos er í gangi er nauðsynlegt að við fylgjumst vel með fréttum og tökum mark á þeim ráðleggingum sem þar koma fram. Kynnum okkur hvort lokanir séu á vegum, hvort Almannavarnir hafi sent frá sér viðvaranir, hvort mengun sé til staðar og hver staða loftgæða sé.
