Börn
Börn lenda oft í tilviljanakenndum óhöppum og slasa sig þegar þau reyna á hæfni sína. Hlutverk fullorðinna er að tryggja að umhverfi barnanna sé öruggt. Margt er hægt að gera til að vernda barnið og skulu allar þær forvarnir vera í takt við aldur og umhverfi barnsins.
Gagnlegt er að fara yfir heimilið með gátlista til að átta sig á því eftir hverju á að horfa og hvar hætturnar geta verið.